Tuesday, July 05, 2005

Power of Love & blogg í sumarfrí.. :)

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá erum við ekkert búin að blogga af viti í sumar... ástæðan er einfaldlega sú að við nennum ekki að hangsa í tölvu á sumrin! : ) Þið fáið ferskt & skemmtilegt blogg í haust...

Bloggsíðan Pjakkurinn & Beyglan er þá formlega í sumarfríi .... :)

Skemmtið ykkur vel í sumar :)

Sumarkveðja, Sunny&Geirí

híhíhíhí...

Thursday, May 19, 2005

Smá JOKE ;)

Fékk þennan sendan í pósti & ákvað að deila honum með ykkur, því mér fannst hann soldið góður :)

Jói litli er sá klárasti í bekknum, og er alltaf fyrstur að kláraprófin og spurningarblöðin. Svo að hann hafi nú eitthvað að gera, eftir að hann var fyrstur búinn að svara spurningarblaði kennarans, ákvað kennarinn að spyrja hann aukaspurningar.

"Jói minn, þú ert nú svo klár, að ég ætla að spyrja þig einnar aukaspurninar.

Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?"

"Enginn", svarar Jói.

"Hvað meinar þú... enginn?", spyr kennslukonan?

"Já, einn drepst, dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu" segir Jói. Kennslukonan kinkar kolli og segir "svarið átti nú að vera 4, en mérlíkar hvernig þú hugsar"

Örstuttu seinna réttir jói litli upp hendi.

"Já Jói"

"Má ég spyrja þig einnar spurningar?"

"Endilega" segir kennslukonan.

"Ókei, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís, ein af þeim sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein af þeim sýgur ísinn.

Hver þeirra er gift?" Spyr Jói

Kennslukonan roðnar og segir, "Eee....ég veit ekki alveg, ætli það sé ekki sú sem sýgur ísinn?....eða eitthvað"

"Neeiiii" segir Jói litli,

"það er sú sem er með giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar"
..

Monday, May 16, 2005

Glamúrpartý og Langjökull... :)

..Sumarið komið og allt að gerast, fólk búið í prófum, ágætis verður og allir komnir í sumarskap!

Whitesunny weekend að enda & var ekkert smá skemmtileg hjá okkur!

Sunny kíkti í glámúr ammælispartý hjá Ernu babe á föstudagskvöldið á meðan Geiri gerði við bílinn sinn... :) hann var að vísu að gera hann ready fyrir laugardagsmissjónið! vöknuðum kl. 7 á laugardeginum og leið okkur lá uppá Langjökull með Magga & Sunnu kærustu hans!

Ferðin upp og yfir jökul gekk framar vonum, fengum gegggggjað veður uppi, heiðskýrt og flotterí. Svo þegar við áttum nokkra metra eftir í skálann á Hveravöllum þá festum við okkur í krapapitt sem var alltílæ, það flæddi reyndar duglega inní bílinn, en við tókum bara draslið af gólfinu og brettum upp Buxnaskálmarnar :) híhí... gistum svo á Hveravöllum og kynntumst þar skemmtilegum fýr (skálaverðinum) en fyrir utan hann vorum við ein á svæðinu.

Eftir góða nótt og sólbaðsveður var haldið heim í gærkveldi. Það tók sinn tíma þar sem pjakkabíllinn var orðinn "örlítið" þreyttur eftir hasarinn! Fastur í fjórhjóladrifinu, rúðuþurkulaus & demparalaus að framan! hehe..
En það er nú ekki mikið mál, verður komið í lag fyrir næstu ferð sem verður eftir 2 eða 3 vikur :)

..frábær ferð : )

Annars byrjar Sunna í nýju vinnunni í fyrramálið og Geiri er að vinna á fullu í bensínstöðva þvottinum...! stuð hjá okkkur.... :)

....þar til næst....

G&S ;)

Tuesday, May 03, 2005

Ný vinna og sumarfílingur :-)

...Sumarið kemur og fer.... sá snjó á nokkrum bílum í morgun, þegar ég skutlaði Geira í vinnuna! Hva er það...?! En whatever, ég er samt í sumarfíling & svo hef ég góðar fréttir að færa... ég fékk vinnuna sem mig langaði svo í.... þ.e.a.s á Rannsóknarstofunni í álverinu : )

Ég er ekkert smá glöð í hjartanum með það, ég fer í sérverkefni sem felst í því að ég ( og einhver annar/önnur) eigum að fylgjast með mengun og útblæstri frá álverinu (í stuttu máli) ! ..þetta virkar þannig að vi fáum bara verkefni í byrjun sumar og eigum að skila því í lok sumarsss..... spennó... það endar svo með kynningu/fyrirlestri fyrir yfirmenn og starfsmenn! Þetta er 8-4 vinna, no vaktir!! vúhú... & sömu $$$$ :-)

..annars gerði ég ekkert um helgina, bara vinna. Ætla að gera eitthva um næstu helgi, vi skötuhjú erum ein heima og ætlum að nýta það :-) gerum eitthva kosý...!

..svo stefnir allt í útileigu slash ferðalag þar næstu helgi [white sunnyweekend] : )

..ætla að halda áfram að passa krútttý og fara svo á æfingu! :)

óver&át, Sunny

Sunday, April 24, 2005

...það er komið sumar... :-)

já það er komið sumar.. & mar bara komin í svaka sumarfíling :)

..verð nú að segja að það er frekar skrítið að vera ekki í skóla núna, þ.e.a.s mar er ekki að fara í neinn próf & ekkert prófastress í manni! ..Þetta er bara lúxuss ;) - best að njóta þess bara!

..en já sumarfílingurinn er alveg komin í mann, bónaði bílinn í dag og dekraði við elskuna! tók fram línuskautanna & Geiri tók fram hjólabrettið... vííí...! erum svo búin að vera að leita af Longboardum (löng hjólabretti) á netinu í kvöld & ætlum að láta kaupa solleiðis fyrir okkur í USA..

jeee.... longboard :)

..fæ svo drauminn minn uppfylltan í maí, en mín elskuleg frænka ætlar að kaupa handa mér iPod í USA, get ekki beðið! Ég ætla að fá mér mini iPod, en veit ekki alveg hvaða lit ég á að fá mér! bláan, bleikan, grænan eða silfur... hva finnst þér?!?!?

..annars er bara allt gott að frétta af okkur... erum bara búin að vera að vinna og æfa! erum komin með kort í Laugum og ætlum að sprikla þar í sumar... :)

..helgin var bara næs, ég hitti "gömlu" sundstelpurnar og við átum á okkkur gaTTT! ..en það var geðveikt gaman að hittast sonna allar, og þetta verður gert aftur í sumar þegar Lára, Klara og Kolla verða komnar heim... :)

..ó well, þetta er gott í bili! við óskum þeim sem eru í próflestri góóðss gengis... ;)

Later, Gery & SunSun :)

RoboCounter: free web counter
Online Degrees